mbl | sjónvarp

Hundelt af aðdáendum

FÓLKIÐ  | 18. apríl | 16:45 
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur náð ótrúlegum árangri á Bandaríkjamarkaði á undraskömmum tíma og er plata hennar, My Head Is An Animal, t.a.m. í 6. sæti bandaríska breiðskífulistans, Billboard.

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur náð ótrúlegum árangri á Bandaríkjamarkaði á undraskömmum tíma og er plata hennar, My Head Is An Animal, t.a.m. í 6. sæti bandaríska breiðskífulistans, Billboard.

Hljómsveitin spilaði þá fyrir fullum sölum á mánaðarlöngum, gifturíkum Bandaríkjatúr en er nú stödd hér á landi svona rétt til að kasta mæðinni því haldið verður utan á nýjan leik nú á sunnudag.

Tónlistarstundarteymið - þeir Arnar Eggert Thoroddsen og Sighvatur Ómar Kristinsson - tóku hús á hljómsveitinni í æfingarhúsnæði þeirra í Hafnarfirðinum.

Tónlistarstund
Í Tónlistarstund fjallar umsjónarmaðurinn, Arnar Eggert Thoroddsen, um nýútkomnar íslenskar plötur á sinn einstaka hátt. Arnar iðulega prúðmannlega klæddur þegar hann ræsir í sér álitsgjafann.
Loading