Kynferðisleg boð draga úr getu karla til að taka ákvarðanir

Karlmenn ættu líklega ekki að horfa mikið á „aðþrengdu eiginkonuna“ ...
Karlmenn ættu líklega ekki að horfa mikið á „aðþrengdu eiginkonuna“ Evu Longoriu þurfi þeir að taka mikilvægar ákvarðanir.
Nú hefur verið vísindalega sannað að karlmenn verða ruglaðir í ríminu þegar þeir sjá fallegar konur og geta ekki tekið ákvarðanir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem belgískir vísindamenn gerðu. Því meira testósterón sem er í körlunum, því óákveðnari verða þeir.

Rannsóknin var gerð með þeim hætti að körlum sem voru að hefja kaupsýsluleik voru sýndar myndir af kynþokkafullum konum og undirfötum. Í ljós kom að þeir stóðu sig verr í leiknum en karlar sem ekki höfðu séð slíkar myndir áður en leikurinn hófst.

Rannsóknin var gerð við Háskólann í Leuven. 176 gagnkynhneigðir karlmenn á aldrinum 18 til 28 ára tóku þátt í henni. Niðurstöðurnar eru birtar í The Proceedings of the Royal Society, og greint er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Þegar kaupsýsluleikurinn hófst kom í ljós að mönnunum sem höfðu fengið að sjá „æsandi“ myndir hætti fremur til að taka slæmum tilboðum.

Testósterónmagn í mönnunum var einnig tekið með í reikninginn (með því að bera saman baugfingur og vísifingur - sé sá fyrrnefndi lengri bendir það til mikils testósteróns) og í ljós kom að þeir sem höfðu mest af testósteróni stóðu sig verst í leiknum, og þykir þetta benda til að þeir sem hafa mikið testósterón séu sérstaklega næmir fyrir kynferðislegum myndum.

Dr Siegfried DeWitte, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði: „Við teljum okkur allir vera skynsama menn, en niðurstöðurnar benda til þess að þeir sem hafa mikið af testósteróni séu einkar viðkvæmir fyrir kynferðislegum boðum.“

Belgísku vísindamennirnir eru að vinna að svipuðum rannsóknum á konum, en enn sem komið er hafa þeir ekki fundið neinar vísbendingar um sjónræn áreiti er hafi áhrif á hegðun þeirra.

mbl.is
Endurskoðun hveravalla
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Endu...
Staður og stund
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Bónus...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...