Þurrís að hörðu gleri?

Vísindamenn við Flórens-háskóla á Ítalíu segjast hafa fundið leið til að framleiða einstaklega sterkt gler sem gæti komið að góðum notum á ýmsum sviðum. Vísindamennirnir gerðu þessa uppgötvun þegar þeir gerðu tilraun með að beita koldíoxíð gríðarlegum þrýstingi, en það varð að hörðu efni er það var kælt niður í stofuhita undir þrýstingi.

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, greindi frá þessu í gær en þar kemur fram að tilraunin geti gefið vísbendingar um hvað gerist í kjörnum gasrisa á borð við Júpíter.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert