Elsta tvíburamóðir í heimi

Bandaríska konan Lauren Cohen sem er 59 ára að aldri er talin vera elst kvenna í heimi til þess að fæða tvíbura. Cohen hjónin eignuðust tvíburana Gregory og Giselle í maí mánuði með aðstoð gjafaeggs. Fyrir eiga þau átján mánaða dóttur sem einnig kom í heiminn með aðstoð gjafaeggs. Elsta kona heims til að fæða barn er hins vegar rúmenska konan Adriana Iliescu sem eignaðist dóttur í fyrra 66 ára að aldri.

Tvíburarnir fæddust í New York og eru við góða heilsu. Lauren Cohen, sem verður sextug í ágúst, á einnig 27 ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi, að því er segir á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert