Ný rannsókn: Trú á æðri máttarvöld býr ekki í heilanum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var á karmelítanunnum ganga gegn þeirri tilgátu að sérstök „guðstöð“ í heilanum geti útskýrt hvers vegna svo að segja allar manneskjur trúa á guðlega forsjón.

Vísindamenn hafa reynt að komast að því hvort útskýra megi „unio mystica“ - hina kristilegu hugmynd um einingu manns og Guðs - með tilliti til heilastarfsemi, og hefur orðið til ný vísindagrein, svokölluð taugaguðfræði.

En „guðstöðin“, sem sumir vísindamenn hafa kallað svo, er ímyndun, segja dr Mario Beauregard, við sálfræðideild Université de Montréal, og nemandi hans, Vincent Paquette, í rannsóknarniðurstöðum sínum, er birtar eru í Neuroscience Letters.

„Meginmarkmið rannsóknarinnar var að finna taugasamsvörun dulrænnar reynslu,“ segir dr Beauregard. „Þetta dregur hvorki úr gildi né merkingu slíkrar reynslu og hvorki sannar né afsannar tilvist Guðs.“

Rannsóknin var gerð með heilasneiðmyndatæki og tóku fimmtán karmelítanunnur á aldrinum 23 - 64 ára þátt í henni. Rannsóknin leiddi ekki ljós neina sérstaka „trúarmiðstöð“ í heilanum, heldur kom í ljós að 12 mismunandi svæði í heilanum eru virk í dulrænni upplifun.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
Rafhlöður fyrir járnabindivélar
fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur.is og síma 899 15...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...