Universal Music stefnir MySpace

Hljómplötuútgáfan Universal Music Group hefur stefnt netsvæðinu MySpace og segir að netsvæðið hvetji notendur til að skiptast á tónlistarskrám og tónlistarmyndböndum með ólöglegum hætti. Sakar Universal MySpace um að leyfa almenningi að sækja myndbönd með ólöglegum hætti og veita aðgang að tækni sem gerir notendum kleift að skiptast á slíkum skrám.

MySpace segist fara að lögum og segir að málarekstur Universal sé tilhæfulaus. Segir fyrirtækið, að það hafi farið að fullu og öllu eftir höfundarréttarlögum. Segir MySpace að notendur geti skipst á eigin höfundarverkum en séu ekki hvattir til að brjóta höfundarrétt annarra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert