Líkamsrækt dregur úr hættu á ristilkrabbameini

Líkamsrækt getur dregið verulega úr hættunni á ristilkrabba, samkvæmt niðurstöðum nýrrar, alþjóðlegrar rannsóknar er byggðist á gögnum um 413.000 manns í tíu Evrópulöndum. Í ljós kom að þeir sem voru duglegir að hreyfa sig voru 22% ólíklegri en hinir til að fá ristilkrabba.

Höfundar rannsóknarinnar segja að röskleg hreyfing í klukkustund á dag, eða minni áreynsla í tvo tíma ætti að duga til að draga úr hættunni.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en rannsóknarniðurstöðurnar eru birtar í Cancer Epidemiology and Biomarkers Prevention.

Rannsóknin leiddi í ljós að í tilfellum þeirra þátttakenda sem duglegastir voru að hreyfa sig var hættan á myndun krabbameinsæxla hægra megin í ristlinum allt að 35% minni, og í tilfellum þeirra sem að auki voru í kjörþyngd minnkaði hættan enn minna.

Vísindamenn benda á að þetta hafi verið umfangsmikil rannsókn og ætti hún að taka af allan vafa um þá heilsubót sem líkamsrækt sé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert