Norðmenn duglegastir í heiminum við að senda SMS

mbl.is

Norðmenn eru duglegastir allra þjóða í heiminum við að senda SMS, en útlit er fyrir að á síðasta ári hafi þeir sent alls rúmlega 4,5 milljarða slíkra skilaboða, sem jafngildir því að hver og einn Norðmaður hafi sent þúsund boð á árinu, eða um þrjú á dag.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

Á hverjum degi eru send á bilinu 7-8 milljónir skilaboða um farsímakerfi Telenor, að því er forstjóri fyrirtækisins, Per Aril Meling, greinir frá. Helsti keppinautur Telenor, NetCom, hefur enn ekki safnað öllum tölum um þetta saman, en staðfestir þó að viðskiptavinir sínir hafi að meðaltali sent rúmlega hundrað SMS hver á mánuði.

Farsímskeytasendingar eru vinsælar á Norðurlöndum, en Svíar eru ekki eins duglegir og Norðmenn, og sendi hver Svíi ekki nema um þrjátíu á mánuði á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert