Kynlíf dregur úr streitu

Kynlíf dregur úr streitu.
Kynlíf dregur úr streitu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stuart Brody, sálfræðingur og prófessor við University of Paisley birti grein í tímaritinu New Scientist Magazine þar sem kemur fram að kynlíf getur haldið streitu í lágmarki.

Brody kemst að þeirri niðurstöðu að einungis kynmök með öðrum aðila hafa áhrif á streitu. Brody mældi hvernig mismunandi tegundir af kynlífi hafa áhrif á blóðþrýsting þeirra sem tóku þátt í tilraununum og mældi hann við ýmsar stressandi aðstæður. 24 konur og 22 karlmenn héldu strangt bókhald yfir hversu oft og hvaða tegund af kynlífi þau stunduðu. Síðan voru þau látin halda ræður og koma fram opinberlega og framkvæma hugarreikning upphátt.

Þeir þátttakendur sem höfðu stundað samfarir voru undir minnstu álagi og mældist minnst streita hjá þeim en hinum sem höfðu stundað aðrar tegundir af kynlífi t.d. sjálfsfróun.

BBC bar niðurstöðurnar undir Dr Peter Bull, sálfræðing við University of York og sagði hann að til væru aðrar og betri leiðir til að draga úr streitu fyrir ræðuhald.

Hann sagði: „Það er líklegast betra fyrir fólk að hugsa um hvað það ætlar að segja í ræðunni en að stunda kynlíf kvöldið áður."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert