Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni

Vonast er til að fartölvan muni efla menntun í þróunarlöndum
Vonast er til að fartölvan muni efla menntun í þróunarlöndum

Samtökin OLPC, (One Laptop Per Child), sem hafa hannað ódýra en sterkbyggða fartölvu sem ætlunin er að gefa börnum í þróunarlöndum, íhuga nú að selja tölvurnar á almennum markaði á næsta ári, einn hængur er þó á, kaupendur verða að fjárfesta í tveimur tölvum til að fá eina í hendurnar.

Ætlunin er að almennir neytendur geti þannig gert góðverk með því að kaupa tvær fartölvur, en önnur tölvan verður þá send barni sem á henni þarf að halda.

Tölvurnar verða notaðar til náms og er ætlast til að námsefni á rafrænu sniði verði sett inn á vélarnar þar sem ekki er fjármagn til bókakaupa. Tölvurnar þola hnjask og raka en eru mjög ódýrar, takmarkið er að hver tölva muni aðeins kosta 100 Bandaríkjadali, eða rúmar sjö þúsund krónur, enn sem komið er kosta vélarnar þó um 150 dali. Fyrstu löndin sem fjárfest hafa í tölvunni eru Brasilía, Argentína, Úrúgvæ, Nígería, Líbýa, Pakistan og Taíland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert