Rætt um loftslagsbreytingar á ráðstefnu í París

Reuters

Helstu sérfræðingar á sviði loftslagsbreytinga sitja ráðstefnu í París þar sem rætt er um baráttuna gegn hlýnun andrúmsloftsins. Á föstudag mun stofnun á sviði loftlagsbreytinga á vegum Sameinuðu þjóðanna, „Intergovernmental Panel on Climate Change" (IPCC), kynna nýja skýrslu um stöðu mála.

Christian Brodhag, fulltrúi Frakklands á ráðstefnunni, segir að baráttan gegn hlýnun loftslags sé lykilatriði í stefnumörkun ríkja í Evrópu. Að sögn Brodhag hafði hitabylgjan sem gekk yfir Frakkland árið 2003 úrslitaáhrif á að Frakkar urðu meðvitaðir um hættuna sem steðjar að. Um fimmtán þúsund manns létust í hitabylgjunni árið 2003 í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert