Tíðni sykursýki í New York að faraldursmörkum

Einn af hverjum átta fullorðnum íbúum í New York er með sykursýki, en margir þeirra vita ekki af því, að því er heilbrigðisyfirvöld borgarinnar greindu frá í dag, og sögðu að ástandið væri komið komið að faraldursmörkum. Hefur tíðni sjúkdómsins í borginni tvöfaldast á undanförnum tíu árum.

Heilbrigðisyfirvöld segja þessa aukningu endurspegla aukna tíðni offitutilfella í borginni. Samkvæmt nýrri rannsókn er um þriðjungi þeirra 12,5% íbúa borgarinnar, sem hafa sykursýki, ókunnugt um það. Þetta eru rúmlega tvö hundruð þúsund manns.

Tíðni sykursýki í New York er meiri en í Bandaríkjunum almennt, þar sem hún er 10,3%. Heilbrigðisyfirvöld segja að við þetta bætist að önnur 23,5% íbúanna hafi blóðsykursmagn er bendi til að þeir eigi á hættu að fá sykursýki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert