Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista

Hugbúnaðarisinn Microsoft hefur sent frá sér nýtt stýrikerfi sem ber nafnið Windows Vista, en það tekur við af Windows XP. Stýrikerfið hefur verið í undirbúningi í fimm ár, og á þriðjudag gat almenningur um allan heim fyrst farið út í búð til þess að festa kaup á því. Gísli Rafn Ólafsson, sölustjóri hjá Microsoft á Íslandi, segir að búið sé að stórefla öryggisþætti í nýja Windows Vista sem og búið sé að fríska upp á notendaviðmótið og gera það aðgengilegra fyrir hinn almenna tölvunotanda.

Auk þess að herða á öryggisþáttum og bæta aðgengið, leggur Microsoft mikla á herslu á að stýrikerfið sé vel tengt við veraldarvefinn auk þess sem skemmtanagildið sé í hávegum haft. Gísli bendir á að Microsoft hafi stigið skref fram á við við að gera tölvuna að alhliða margmiðlunartæki heimilisins, en Bill Gates, stjórnarformaður og einn stofnenda Microsoft, fagnaði því nýverið að stafræni áratugurinn væri genginn í garð.

Þessa dagana er verið að kynna nýja stýrikerfið rækilega fyrir íslenskum aðilum að undanförnu, en almenningi standa þrjár útgáfur til boða – Home Basic, Home Premium og svo Ultimate fyrir þá alla kröfuhörðustu. Sú viðamesta kallar eftir öflugum vélbúnaði sem ekki allir tölvunotendur eiga. Gísli tekur þó undir orð Steve Ballmer, forstjóra Microsoft, að flestir muni ekki skipta út stýrikerfinu fyrr en þeir fái sér nýja tölvu. Gísli segir hinsvegar að nýjar tölvur í dag séu margar orðnar það öflugar að þær eigi ekki neinum vandkvæðum með að keyra öflugasta stýrikerfið, en þá er annars mikilvægt að tölvan sé með öflugt skjákort enda nýtir nýja kerfið sér þrívíddartækni - Windows Aero.

Allar frekari upplýsingar um Windows Vista má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert