10% vinnudagsins fer í að svara símtölum og vinnupósti

Reuters

Sími og tölvupóstur truflar starfsmenn sífellt meira við vinnu sína samkvæmt því sem fram kemur á danska fréttavefnum Erhverv på Nettet. Auk þess sem það tekur þá að jafnaði 10% vinnutímans að svara síma og tölvupósti draga sífelldar truflanir úr einbeitingu þeirra og afköstum.

Flemming Poulfelt, prófessor við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn, segir engar tölur liggja fyrir um það hvað slíkar truflanir kosti en að ljóst sé að tilgangslaus símtök og lestur tilgangslausra tölvuskeyta taki sífellt meiri tíma starfsmanna. Þá sýna bandarískrar rannsóknir að starfafólk þar í landi svari að jafnaði ellefu símhringingum á klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert