Vista sagt hamla skilvirkni

Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft kynnir Vista í lok …
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft kynnir Vista í lok janúar sl. Reuters

Þrátt fyrir að Microsoft hafi lagt mikið í notendaviðmót stýrikerfisins nýútkomna, Windows Vista, þá hefur franska ráðgjafarfyrirtækið Pfeiffer komist að þeirri niðurstöðu að stýrikerfið stuðli að minni skilvirkni en fyrirrennari þess, Windows XP. Þetta kemur fram á fréttavefnum IT-Enquirer.

Pfeiffer, sem er sjálfstætt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í tækni og miðlun, rannsakaði meðal annars nákvæmni músarhreyfinga. Þar hefur Mac OS X þótt skara fram úr en Aero, notendaviðmót Vista þykir hins vegar ónákvæmara en viðmót XP. Mac OS X fær einkunnina 0.8, Windows XP 0.52 en Vista 0.40.

Þetta hefur áhrif t.a.m. við myndvinnslu, umbrot og aðra grafíska nákvæmnisvinnu.

Þá er sett út á að valmyndir bregðist seint við skipunum og að skjáborðsaðgerðir á borð við að opna möppur og eyða skrám taki lengri tíma en í XP.

Fyrirtækið mælir því beinlínis með því að notendur íhugi vandlega hvort þeir vilji skipta yfir í stýrikerfið nýja, jafnvel þótt tölvur þeirra séu af bestu gerð, en þeim hins vegar ráðlagt að íhuga hvort keppinauturinn Mac OS X henti þörfum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert