Windows féll aftur á veiruvarnarprófi

Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft hugbúnaðarrisanum.
Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft hugbúnaðarrisanum. Reuters

Öryggishugbúnaðurinn Live OneCare frá Microsoft féll á prófi sem var ætlað að kanna hversu vel hugbúnaðurinn myndi finna og stöðva óvinveitt forrit, þ.e. sem hafa þann tilgang að ráðast á Windows-stýrikerfið.

OneCare var eini hugbúnaðurinn af 17 veiruvarnarforritum sem féll á prófinu sem austuríska stofnunin AV Comparatives stóð fyrir, segir á fréttavef BBC.

Hugbúnaður Microsoft náði aðeins að greina 82,4% af þeim 500.000 veirum sem það var gert að finna og stöðva.

Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem veiruvarnarforritið frá Microsoft fellur á prófi sem þessu.

Live OneCare er aðalsmerki Microsoft þegar kemur að veiruvarnarforritum, en eins og með önnur veiruvarnarforrit þá er það hannað til þess að halda óvinveittum hugbúnaði frá tölvum.

Á ársfjórðungsfresti framkvæmir AV Comparatives veiruvarnarpróf á helstu veiruvarnarforritunum til að kanna hvort þau hafi haldið í við þróun tölvuveira sem er að finna á Netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert