Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst

Pillan sem vísindamennirnir eru að þróa hefur hingað til aðeins …
Pillan sem vísindamennirnir eru að þróa hefur hingað til aðeins verið prófuð á öpum og músum. mbl.is/Sverrir

Hópur vísindamanna vinnur nú að því að þróa pillu sem gæti aukið kynhvöt kvenna og dregið úr matarlyst hjá þeim. Hingað til hafa vísindamennirnir aðeins prófað lyfið á kvenkyns öpum og snjáldurmúsum, en í pillunni er hormón sem losnar við inntöku. Eftir að hafa fengið pilluna sýndu dýrin fram á aukna löngun til þess að makast auk þess sem þau átu minna.

Vísindamennirnir hjá Medical Research Council's Human Reproduction Unit í Edinborg telja að hægt verði að þróa pillu sem þessa fyrir fólk á innan við áratug, segir á fréttavef BBC.

Sálfræðingar segja hinsvegar að rekja megi ástæður lítillar kynlífslöngunar megi fyrst og fremst rekja til sambandsvandræða para.

Talið er að hátt í 40% kvenna upplifi það einhverntímann á lífsleiðinni að finna fyrir litlum kynlífsáhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert