Ung börn í Bandaríkjunum horfa mikið á sjónvarp

Ung börn í Bandaríkjunum horfa mikið á sjónvarpsefni.
Ung börn í Bandaríkjunum horfa mikið á sjónvarpsefni. mbl.is/Golli

Um 90% allra bandarískra barna sem eru yngri en tveggja ára og um 40% ungbarna undir þriggja mánaða aldri horfa reglubundið á sjónvarp, mynddiska og myndbönd samkvæmt rannsókn sem Reuters fréttastofan skýrði frá í dag.

Þeir vísindamenn sem stóðu að könnuninni segja í viðtali við Reuters að fjöldi ungra barna sem horfa á sjónvarp sé mun meiri en þeir bjuggust við.

„Niðurstöður þessarar könnunar skýrir ekki hvort það sé gott eða slæmt. Við vitum einfaldlega að áhorfið er mikið,” sagði Frederick Zimmerman hjá Háskólanum í Washington en niðurstöðurnar bistust nýlega í tímaritinu Archives of Pediatrics and Adolescent Medicine.

Önnur rannsókn bendir til þess að mikið sjónvarpsáhorf barna geti leitt til athyglisbrests og vandamála við lærdóm er fram í sækir.

Akademía bandarískra barnalækna telja að bandarísk börn horfi að meðaltali á sjónvarp í um fjóra tíma á dag. Þeir mæla ekki með að börn yngri en tveggja ára horfi á sjónvarp og að eldri börn ættu ekki að sitja lengur en tvo tíma á dag og horfa á gæðaefni.

Um 29% foreldra sem Zimmerman og starfsfélagar hans ræddu við í tengslum við könnunina töldu að sjónvarpsefni fyrir ungabörn hefði uppfræðandi gildi. „Foreldrar fá þau skilaboð frá markaðssetningu sjónvarpsefnis og myndbanda að þetta efni sé hollt og gott fyrir börnin. Að það muni örva þróun heilans... Slíkt hefur aldrei verið sannað,” sagði Zimmerman í viðtali við Reuters fréttastofuna.

Könnunin var gerð í gegnum síma og tóku ríflega eitt þúsund ungbarnafjölskyldur í Minnesota og Washington þátt í henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert