Ný rannsókn: Rotvarnarefni í gosdrykkjum gæti haft skaðleg áhrif

Ný bresk rannsókn bendir til þess, að neysla algengra gosdrykkja geti haft skaðleg áhrif á frumur líkamans. Blaðið The Independent segir frá því á forsíðu í dag, að tiltekið rotvarnarefni í gosdrykkjum geti „slökkt" á ákveðnum hlutum erfðaefnisins DNA.

Þetta vandamál, sem til þessa hefur aðallega verið tengt við öldrun eða ofneyslu áfengis, getur á endanum valdið skorpulifur og hrörnunarsjúkdómum á borð við Parkinsonveiki.

Blaðið segir, að rannsóknin, sem Peter Piper hjá Sheffieldháskóla hefur gert, snúist um rotvarnarefnið E211, öðru nafni sodium benzonate, en það hefur áratugum saman verið notað í gosdrykkjum.

Piper er sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum og hefur rannsakað áhrif sodium benzoate um árabil. Hann segir við The Independent on Sunday að rannsóknir bendi til þess að benzoate hafi skaðleg áhrif á mikilvægt svæði DNA í svonefndum orkustöðvum fruma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert