Blæddi grænleitu blóði

Spock (lengst til hægri) í hópi góðra Star Trek-félaga. Blóðið …
Spock (lengst til hægri) í hópi góðra Star Trek-félaga. Blóðið í æðum hans var grænt, enda Vúlkani þar á ferðinni. Reuters

Kanadískum læknum brá heldur betur í brún þegar sjúklingur sem lá á skurðborðinu hjá þeim byrjaði að blæða dökkleitu grænu blóði. Þetta kemur fram í vísindaritinu Lancet.

Blóð sjúklingsins, sem er 42 ára gamall karlmaður, minnti um margt á blóð persónu herra Spock úr Star Trek þáttunum og kvikmyndunum frægu, en hann taldist til Vúlkana sem voru með grænt blóð í æðum.

Sjúklingurinn telst þó ekki vera kominn af Vúlkönum og litur blóðsins á sér með öllu eðlilegri skýringar sem rekja má til lyfs sem maðurinn notaði vegna mígrenis.

Fótaaðgerð mannsins heppnaðist vel og blóðið náði aftur sínum venjulega lit þegar maðurinn fór að draga úr notkun lyfsins, segir á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert