Nokia veðjar á hreyfiskynjara og snertiskjái

Nokia 1100 síminn, sem hannaður var 2002, hefur selst í …
Nokia 1100 síminn, sem hannaður var 2002, hefur selst í um 200 milljónum eintaka, og er mest selda raftæki sögunnar. Reuters

Ljósnemar sem skynja hreyfingu og snertiskjáir eru sú tækni sem líklegt er að farsímaframleiðendur noti til að bjóða upp á valkost við lítil takkaborð sem nú eru á mörgum farsímum, sagði Tero Ojanpera, yfirmaður tæknisviðs Nokia, í Singapore í dag, en þar er að hefjast mikil farsímasýning, CommunicAsia.

Snertiskjáir gera kleift að fela takkaborð, og ljósnemar skynja hreyfingu símans. Ef notandinn til dæmis hristir símann myndi hann hringja í tiltekið númer, en ef símanum er snúið við myndi það til dæmis tengja hann við netið.

Ojanpera sagðist telja að þessir möguleikar muni leiða til fjölmargra nýjunga. Nokia hefur notað snertiskjái á suma síma sína um árabil, og væntanlegir símar frá LG, Prada og Apple munu auka útbreiðslu snertiskjáa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert