Vín er hollt

Eitt lítið vínglas ætti ekki að valda mönnum miklu heilsutjóni, …
Eitt lítið vínglas ætti ekki að valda mönnum miklu heilsutjóni, samkvæmt nýjustu rannsóknum. mbl/ Árni Sæberg

Eitt öl- eða vínglas á dag er hollt, ef það er drukkið á réttan hátt, segir í Ekstra Bladet í dag. Þrír næringarfræðingar frá Ankerhus Seminarium og spítalanum í Hvidovre hafa þróað fjögur ný ráð um áfengi. Meðal annars ráðleggja næringarfræðingarnir fólki sem kann vel að meta bjór og vín að neyta þess reglulega, í smáum skömmtum með mat. Einn bjór á dag er líka í lagi, sérstaklega hef fólk borðar eins og suðrænir víndrykkjumenn mikið af ávöxtum, grænmeti, fiski og ólífuolíu. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert