Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum

Kannabisvindlingur.
Kannabisvindlingur.

Þeir sem reykja kannabis eru 40% líklegri en aðrir að fá geðsjúkdóma að sögn breskra sérfræðinga. Í grein sem birt er í vísindaritinu Lancet kemur fram að ungt fólk verði að átta sig á þeim hættum sem fylgi neyslu á kannabisefnum.

Í annarri grein kemur fram að sérfræðingar telji að rekja megi um 800 geðklofa tilfelli í Bretlandi til kannabisreykinga.

Vísindamennirnir fóru yfir 35 rannsóknir sem hafa verið gerðar á fíkniefninu og geðsjúkdómum. Sumir vísindamenn hafa hinsvegar hvatt menn til þess að draga ekki of miklar ályktanir vegna rannsóknarniðurstöðunnar.

Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er sú að meirihluti þeirra sem reykja kannabis eigi í tvöfalt meiri hættu á því en þeir sem ekki reykja kannabis að þjást af geðtruflunum, s.s. ofskynjunum og ranghugmyndum.

Vísindamennirnir segja hinsvegar að tengslin milli þunglyndis og kvíða séu óljósari.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

Vefur vísindaritsins The Lancet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert