Kynlífslöngun spyr ekki um aldur

Eldra fólk í Bandaríkjunum lætur ekki aldur koma í veg fyrir það að stunda kynlíf þrátt fyrir vandamál sem upp geta komið tengd kynlífsiðkun á efri árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, National Institutes of Health (NIH).

Meirihluti eldri Bandaríkjamanna stundar kynlíf og lítur á það sem mikilvægan hluta lífsins, þrátt fyrir hin ýmsu vandamál sem geta komið upp samfara kynlífsiðkunar á efri árum, samkvæmt skýrslu NIH.

Samkvæmt rannsókninni, sem skýrslan byggir á, dregur lítillega úr kynlífslöngun fólks á aldrinum 50-70 ára. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að fólk prófi sig áfram í kynlífinu á sjötugs og áttræðisaldri.

Rannsóknin, sem var unnin á vegum Háskólans í Chicago, náði til rúmlega þrjú þúsund manns á aldrinum 57-85 ára. Helmingur þeirra sem voru undir 75 ára, sem rannsóknin náði til sögðust stunda munnmök, að því er segir í skýrslunni sem er kynnt í tímaritinu The New England Journal of Medicine, sem kemur út í dag.

Yfir helmingur karlmanna og tæplega fjórðungur kvenna segist stunda sjálfsfróun. Tæplega þrír fjórðu þátttakenda á aldrinum 57-64 ára sögðust stunda kynlíf reglulega en liðlega helmingur þeirra sem eru á aldrinum 65-74 ára. Um fjórðungur þátttakenda á aldrinum 75-85 ára stundar kynlíf reglulega.

The New England Journal of Medicine

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert