Blogger undir árás tölvuþrjóta

Notendur Blogger ættu að varast falsaðar færslur.
Notendur Blogger ættu að varast falsaðar færslur. Reuters

Illskeyttir tölvuþrjótar setja nú falsaðar færslur inn á bloggsíður vefumsjónarkerfisins Blogger. Í færslunum er að finna hlekki inn á vírusa sem hlaðast inn á tölvuna og geta eyðilagt Windows PC tölvur.

Gögnum úr sýktum tölvum er stolið og þau seld eða notuð í aðrar árásir. Röð árása hafa dunið á Blogger síðan um áramót, framkvæmdar af glæpagengi sem talið er að hafi stolið gögnum úr þúsundum tölva.

Fölsuðu færslurnar birtust fyrst þann 27. ágúst. Nú hafa hundruð heimasíða verið uppfærðar með sýkta hlekknum. Ekki er víst hvernig hlekkjunum er komið fyrir. Grunur leikur á að þeir komi með færslum sem sendar eru með tölvupósti eða að heimasíðurnar sem um ræðir séu falsaðar og til þess gerðar að birta hlekkinn.

Hlekkirnir eru ýmist falskir YouTube-hlekkir, skilaboð frá fyrirtæki í leit að fólki til að prófa nýjan hugbúnað eða hlekkur inn á tölvuboðskort.

Sama glæpagengi hefur ráðist með ýmsum hætti á Blogger síðan í janúar á þessu ári. Fyrsta árásin bar nafnið Trójustormurinn. Grunur leikur á að hópurinn hafi stolið gögnum úr yfir milljón PC tölva á síðustu átta mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert