Jeppar umhverfisvænir

Jeppar reynast vera einna umhverfisvænstu bílarnir.
Jeppar reynast vera einna umhverfisvænstu bílarnir. AP

Ný bandarísk rannsókn bendir til þess, að stórir fjórhjóladrifnir bensínbílar, sem eyða miklu bensíni, séu í raun umhverfisvænni en svonefndir tvinnbílar, sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni. Ef reiknuð er út orkunotkun bíla og kolefnislosun frá því þeir eru keyptir og þar til þeir eru settir í brotajárn til endurvinnslu hafa stóru bensínbílarnir vinninginn.

Danska blaðið Børsen segir frá rannsókninni þar sem komi fram að jepparnir séu vera mun einfaldari tæknilega, þeir endist lengur og mun auðveldara sé að eyða þeim en flóknu bílunum. Mikil orka fari í að þróa, smíða, endurvinna og viðhalda tvinnbílunum.

Bandarísku vísindamennirnir komust m.a. að þeirri niðurstöðu, að bandarískur Jeep Wrangler með V8 vél, sé einn grænasti bíll sem til er. Þá þurfi Range Rove mun minni orku en tvinnbíll á borð við Toyota Prius.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert