Farsímatæknin orðin 20 ára

Um sjö milljarðar SMS skilaboða eru send á hverjum degi.
Um sjö milljarðar SMS skilaboða eru send á hverjum degi. Reuters

Farsímatæknin er orðin 20 ára gömul, en þann 7. september árið 1987 undirrituðu 15 farsímafyrirtæki samkomulag um að búa til farsímakerfi sem byggir á GSM-tækninni (Globas System for Mobile Communication).

Samkvæmt GSM Association eru yfir 2,5 milljarðar sem notast við tæknina í dag, þar af eru 445 milljónir í Kína.

Svo virðist sem að áhrif farsímasprengingarinnar séu ekki farin að dvína heldur þvert á móti, en íbúar fjölmargra þróunarríkja eru nú farnir að fjárfesta í farsímum.

Robert Conway, formaður GSM Association, segir að menn líti á samkomulagið, sem var undirritað árið 1987, sem stundina þegar farsímaiðnaðinum var hleypt af stokkunum.

Þrátt fyrir að tæknileg útfærsla á GSM tækninni hafi hafist fyrr þá skuldbatt samkomulagið frá 1987 farsímaframleiðendurnar að smíða kerfi í kringum tæknina.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert