Volvo-bílar hafi vit fyrir ökumönnum sínum

Frá bílasýningunni í Frankfurt
Frá bílasýningunni í Frankfurt AP

Forsvarsmenn bílaframleiðandans Volvo greindu þá því á bílasýningunni í Frankfurt í dag að stefna þeirra sé að framleiða bíla sem hafi vit fyrir ökumönnum sínum. Sögðust þeir ætla að hefja framleiðslu bíla með öryggisbúnaði, sem til skammt tíma hefur þótt óraunhæfur, strax í haust.

Frá og með þessu hausti verður sjálfvirkur bremsubúnaður hluti af stærri bílum Volvo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins segja slíkan búnað vera nauðsynlegasta öryggisbúnað framtíðarinnar. Máli sínu til stuðnings benda þeir á rekja megi 90% allra árekstra til þess að ökumenn séu annars hugar og 50% allra aftanákeyrsla til þess að bílstjórar bremsi ekki tímanlega.

Öryggisráðstafanir Volvo felast m.a í fjarlægðarmæli og árekstrarvara og sjálfvirkum bremsubúnaði sem fer í gang bregðist ökumaður ekki við viðvöruninni.

Meðal annarra nýjunga, sem væntalega verða staðalbúnaður bíla framtíðarinnar, er einskonar áfengismælir, sem ökumenn verða að blása í og bíllinn startar ekki ef áfengisgufan er of þétt.

Charlie Vogelheim, yfirmaður markaðsrannsóknardeildar J.D. Power, segir slíka þróun miðast við það að bílar séu nauðsynjatæki sem notuð séu til að komast frá einum stað til annars en ekki skemmtitæki. „Við berum öll þá ábyrgð sem fylgir því að aka slíkum tækjum þann tíma sem það tekur okkur að komast frá stað A til staðar B en við erum ekki alltaf meðhugann við það,” segir hann. „Sé til leið til að gera aksturinn öruggari þá mun það fækka slysum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert