Broskallinn er 25 ára í dag

Broskallinn á 25 ára afmæli í dag.
Broskallinn á 25 ára afmæli í dag. mbl.is

Fyrir réttum 25 árum datt Scott E. Fahlman háskólaprófessor í Bandaríkjunum niður á þá hugmynd að setja táknin :-) á eftir texta sem hann vildi ekki að yrði tekinn of alvarlega. Það var 19. september klukkan 11.44 árið 1982 og síðan hefur litli broskallinn farið sigurför um tölvuheiminn.

Fahlman taldi reyndar í fyrsta tölvuskeytinu þar sem hann stakk upp á að broskallinn yrði tekinn til almennrar notkunar að háskólasamfélagið hefði meiri not fyrir :-( táknið.

Athygli vekur að hann taldi þörf á að taka fram að lesa ætti táknið á hlið.

Skilaboðin birtust á heimasíðu Carnegie Mellon University í Pennsylvaníuríki.
Upprunalegu skilaboðin sem Fahlman sendi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert