Ís byrjaður að myndast á ný á norðurheimskautinu

Svo virðist sem ís sé byrjaður að myndast að nýju á norðurheimskautssvæðinu eftir að hafa náð sögulegu lágmarki. Niðurstöður úr rannsóknum bandarísku ísstofnunarinnar benda til þessa.

Heimskautaísinn þekur nú 4,18 milljónir ferkílómetra en var 4,13 milljónir ferkílómetrar 16. september og hafði þá aldrei verið minni. Stofnunin segir að nokkrar sveiflur geti verið á ísnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert