Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi?

mbl.is/Arnaldur Halldórsson
Sjónvarpstækjaframleiðendur og sjónvarpsstöðvar hafa tekið höndum saman og búið til „sjónvarpsþátt“ sem kann að vera sá leiðinlegasti í heimi. Tilgangurinn er að mæla orkunotkun nýjustu kynslóða sjónvarpa, að því er Orkustaðlastofnunin í Sviss greindi frá í dag.

Ætlunin er að finna staðlaða aðferð við að mæla hversu mikla orku plasma- og LDC-sjónvarpstæki nota. Ef hún reynist meiri en orkan sem fyrri kynslóðir sjónvarpstækja þurfa kann það að auka eftirspurn eftir orku og því hugsanlega hafa áhrif á loftslagsbreytingar.

Skeytt hefur verið saman brotum úr allskyns sjónvarpsefni, allt frá sápuóperum og íþróttaþáttum yfir í náttúrulífsmyndir, í samræmi við hlutfall þessa efnis í sjónvarpsútsendingum í heiminum. Orkan sem sjónvarpstæki nota er mismunandi mikil eftir efni útsendingarinnar sem tækin taka við.

Úr varð tíu mínútna samhengislaus „þáttur“ sem fjallar ekki um neitt, og segir talsmaður svissnesku stofnunarinnar að þetta sé ekki ósvipað og stillimynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
KONUR -VANTAR YKKUR EINKABILSTJÓRA Í BÚÐARFERÐIR ?
KONUR UTAN AF LANDI SEM HAFA STUTTANN TÍMA TIL AÐ VERSLA- EG SKUTLA YKKUR OG BÍ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...