Fá aldrei fullnægingu

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir
Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir

„Aðalvandamálið tengt kynlífi hjá konum er einfaldlega það að þær fá ekki fullnægingu. Margar hafa aldrei fengið fullnægingu. Svo vita sumar ekki einu sinni hvar G-bletturinn er!" segir Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir, en hún hefur haldið kynningar um hjálpartæki ástarlífsins við góðan orðstír og leitt fjölda kvenna í sannleikann um mikilvægi fullnægingar.

„Á hverri einustu kynningu sem ég held er að minnsta kosti ein sem hefur aldrei fengið fullnægingu og stundum fleiri. Þetta getur haft áhrif á sjálfstraustið og almenna líðan svo að þá getur verið gott að prófa tæki. Þetta á að vera alveg sjálfsagður hlutur rétt eins og það þykir sjálfsagt að karlinn fái´ða. Svo erum við líka með fleiri örvunarsvæði en karlmenn, þó svo að margir viti það nú ekki!"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert