Greinilegri aðvaranir á stinningarlyf

mbl.is/Brynjar Gauti

Bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, hefur ákveðið að settar skuli nýjar og greinilegri aðvaranir á umbúðir utan um Viagra, Cialis og Levitra, sem allt eru stinningarlyf, þess efnis að lyfin geti valdið skyndilegu heyrnartapi. Aðvörun á lyfi sem notað er við háþrýstingi verður einnig gerð greinilegri.

Aðvörun var sett á umbúðir lyfjanna eftir að "örfáir sjúklingar," eins og FDA orðaði það, kvörtuðu undan heyrnartapi og jafnvel suði fyrir eyrum og svima, eftir að hafa tekið lyfin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert