Vísindamenn segjast hafa einræktað fósturvísi úr apa í fyrsta sinn

Hópur vísindamanna segjast hafa náð að einrækta í fyrsta sinn fósturvísi úr apa. Þetta gæti leitt til þess að vísindamenn hefji einræktun á stofnfrumum úr mönnum í læknisskyni.

Niðurstöður vísindamannanna eru birtar í vísindaritinu Nature. Þar kemur fram að þeir hafi búið til tugir einræktaðra fósturvísa úr 10 ára gömlum macaque apa. Hópurinn, sem bandarískir vísindamenn fóru fyrir, segist hafa notað sömu aðferðir og voru notaðar þegar kindin Dolly var einræktuð.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tækni hefur verið notuð á árangursríkan hátt við að einrækta fósturvísa úr prímata eða fremdardýri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert