Níu smituðust af E. coli

Á tímabilinu frá 28. september til 22. október greindust á sýklafræðideild Landspítala samtals níu einstaklingar með sýkingu af völdum E. coli og reyndust þeir allir smitaðir af sýkingu af sama stofni. Af því má gera ráð fyrir sameiginlegum uppruna sýkingarinnar, að því er segir í Farsóttarfréttum landlæknisembættisins.

Upphaf veikinda var frá 23. september til 18. október, þeir sem veiktust voru á aldrinum tveggja ára til 61 árs með búsetu víða um landið. Ekki hafa greinst ný tilfelli síðan 28. október og virðist faraldurinn því genginn yfir.

Farið var yfir ítarlegan spurningarlista með átta af níu þeirra sem veiktust um neyslu matvæla, ferðalög og þátttöku í stórveislum. Í ljós kom að sjö af átta borðuðu fisk eða brauðskinku en sex af átta greindu frá neyslu á salati. Fiskurinn og skinkan voru af mismunandi uppruna, en sýnt var fram á neyslu salats, sem var innflutt frá Hollandi, hjá fimm af þeim sex sem borðuðu salat.

„Í kjölfar þessa jók Umhverfisstofnun eftirlit með salati með aukinni sýnatöku frá salati á markaðnum. Ræktanir hafa allar verið neikvæðar fyrir E. coli O157, en endanlegar niðurstöður úr sýnum, sem tekin voru í byrjun nóvember, liggja ekki fyrir.

Í Hollandi greindust á svipuðum tíma 36 einstaklingar með sams konar sýkingu og á Íslandi. Samanburður á íslenskum og hollenskum bakteríustofnum með PFGE sýndi að sami stofn olli sýkingunum í báðum löndunum.

Við rannsóknir Hollendinga á uppruna smitsins beindist grunur að pökkuðu jöklasalati. Ekki var fyllilega vitað um uppruna salatsins í Hollandi en vettvangsrannsókn var gerð og sýnataka fór fram hjá þeim framleiðendum í Hollandi sem komu til greina, en allar ræktanir voru neikvæðar fyrir E. coli O157. Faraldurinn virðist einnig genginn yfir í Hollandi," að því er segir í Farsóttarfréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...