Kannabis gegn brjóstakrabbameini

Kannabislauf.
Kannabislauf.

Bandarískir vísindamenn telja, að efni, sem finnst í kannabis, kunni að geta komið í veg fyrir að brjóstakrabbamein berist til annarra hluta líkamans. Segir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, að efnið, CBD, hafi ekki ofskynjunaráhrif í för með sér og notkun þess brýtur því ekki í bága við lög.

Vísindamennirnir segja í grein, sem þeir skrifuðu um rannsóknir sínar í tímaritið Molecular Cancer Therapeutics að þeir séu alls ekki að gefa til kynna, að sjúklingar eigi að reykja maríjúana eða hass og segja raunar ólíklegt, að slík neysla leysi úr læðingi nægilega mikið af CBD til að hafa tilætluð áhrif.

CBD hindrar starfsemi gens, sem nefnist Id-1 og er talið bera ábyrgð á því að krabbameinsfrumur berist út frá upprunalega æxlinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert