Eyja í laginu eins og túlípani

Teikning af túlípanaeyjunni.
Teikning af túlípanaeyjunni. Reuters

Hollenska þingið hefur skipað nefnd, sem á að skoða hvort það sé hagkvæmt að búa til landfyllingu við Norðursjávarströnd landsins. Til stendur að búa til 50 km langa eyju  sem verður í laginu eins og túlípani. Mun eyjan virka bæði sem varnargarður og eins stendur til að byggja þar hús. 

Hollenski stjórnmálamaðurinn Joop Atsma er hvatamaður að verkefninu en samkvæmt hugmyndum hans verður eyjan 100 þúsund hektarar að stærð. Atsma reiknar með að verðmæti byggingarlandsins, sem þannig verður til, verði jafnvirði um 800 milljarða króna.

Umhverfisverndarsinnar eru lítið hrifnir og benda á að framkvæmdin geti haft allskonar ófyrirséð áhrif á vistkerfið, bæði í sjónum og á landi.

Þá sýnist sitt hverjum um það hvernig eyjan á að líta út. Einn hollenskur bloggari sagði, að sér þætti mun meira viðeigandi að eyjan líti út eins og risastórt kannabisjurtarblað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Erro
...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...