Eyja í laginu eins og túlípani

Teikning af túlípanaeyjunni.
Teikning af túlípanaeyjunni. Reuters

Hollenska þingið hefur skipað nefnd, sem á að skoða hvort það sé hagkvæmt að búa til landfyllingu við Norðursjávarströnd landsins. Til stendur að búa til 50 km langa eyju  sem verður í laginu eins og túlípani. Mun eyjan virka bæði sem varnargarður og eins stendur til að byggja þar hús. 

Hollenski stjórnmálamaðurinn Joop Atsma er hvatamaður að verkefninu en samkvæmt hugmyndum hans verður eyjan 100 þúsund hektarar að stærð. Atsma reiknar með að verðmæti byggingarlandsins, sem þannig verður til, verði jafnvirði um 800 milljarða króna.

Umhverfisverndarsinnar eru lítið hrifnir og benda á að framkvæmdin geti haft allskonar ófyrirséð áhrif á vistkerfið, bæði í sjónum og á landi.

Þá sýnist sitt hverjum um það hvernig eyjan á að líta út. Einn hollenskur bloggari sagði, að sér þætti mun meira viðeigandi að eyjan líti út eins og risastórt kannabisjurtarblað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Góður GMC Envoy SLT til sölu
Góður bíll til sölu.árgerð 2002 Sjálfskiptur, bensín, 6 cyl lína, 270 hestöfl, ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...