Nokia kaupir Trolltech

Reuters

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tilkynnti í dag um að hann hyggðist yfirtaka norska hugbúnaðarfyrirtækið Trolltech fyrir  844 milljónir norskra króna, eða rúma tíu milljarða íslenskra króna.

Nokia bauð 16 norskar krónur á hlut, eða 60% hærra verð en þegar hlutabréfamarkaðnum var lokað sl. föstudag.

Trolltech hefur sérhæft sig í viðmótshugbúnaði og er hugbúnaður frá fyrirtækinu m.a. notaður í Skype, Google Earth og Adobe Photoshop Elements.

Í tilkynningu frá Nokia segir að yfirtaka geri fyrirtækinu kleift að flýta þróun á ýmsum hugbúnaði fyrir þráðlaus tæki og einkatölvur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert