Umsjónarmenn Pirate Bay ákærðir

Sjóræningjaflói tók sér fuglinn Fönix sem vörumerki um tíma þegar …
Sjóræningjaflói tók sér fuglinn Fönix sem vörumerki um tíma þegar vefsíðan var opnuð aftur fáeinum dögum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir Pirate Bay

Sænskur saksóknari hefur lagt fram ákæru á hendur umsjónarmanna vefsíðunnar The Pirate Bay, og sakar þá um að hafa aðstoðað milljónir manna um allan heim við að brjóta lög um höfundarrétt.

Á vefsíðunni deilir fólk með sér skrám með vísunum á efni á stafrænu sniðið, á borð við kvikmyndir, tónlist og annað höfundarréttarvarið efni. Vefurinn var stofnaður árið 2004 og nota á bilinu 10-15 milljónir manna hann að öllun jöfnu.

Hakan Roswell, saksóknari, segir vefinn hafa tekjur af auglýsingum og þannig hagnist umsjónarmenn vefjarins á ólöglegri dreifingu.

Ef þeir fjórir sem hafa verið handteknir verða fundnir sekir bíður þeirra allt að tveggja ára fangelsisvist.

Á lista yfir efni sem sótt hefur verið með hjálp Pirate Bay, sem saksóknarinn hefur lagt fram, eru plötur á borð við Let It Be með Bítlunum, Intensive Care, með Robbie Williams og kvikmyndin um Harry Potter og eldbikarinn.

Vefsíðunni var um tíma lokað í maí árið 2006, en hún var opnuð fáeinum dögum síðar eftir að vefurinn hafði verið settur upp á netþjónum í Hollandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert