Vistvænna eldsneyti prófað á A380

Airbus A380.
Airbus A380.

Nýju risaþotunni frá Airbus-flugvélasmiðjunum, A380, var flogið frá Bretlandi til Frakklands á föstudaginn og var einn hreyfla hennar knúinn nýju, tilbúnu eldsneyti sem sagt er vera vistvænna og nýtast betur en hefðbundin steinolía.

Þrír af fjórum hreyflum vélarinnar gengu fyrir venjulegri steinolíu á leiðinni. Það var olíufélagið Shell sem lagði til nýja eldsneytið, svokallað „gas to liquid,“ og segir félagið að þetta eldsneyti innihaldið „svo að segja engan brennistein eða arómöt“ og brunastig þess sé mjög hátt.

Ennfremur losi nýja eldsneytið mun minna af mengandi ögnum, kolsýringi og nituroxíði.

Forstjóri Airbus, Fabrice Bregier, sagði við komuna til Frakklands að þessi flugferð hefði verið fyrsta skrefið í umfangsmiklu rannsóknarverkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert