Peningar veita hamingju - séu þeir gefnir öðrum

mbl.is

Samkvæmt nýrri rannsókn fæst hamingjan fyrir peninga, en einungis ef sá sem eignast þá gefur þá öðrum. Allmargar fyrri rannsóknir hafa bent til þess að það geti aukið hamingju fóks að gera góðverk. Því þótti höfundum nýju rannsóknarinnar vert að athuga hvort það gæti aukið hamingju fólks ef það gæfi öðrum peninga.

Elizabeth Dunn, prófessor í sálfræði við Háskólann í Britsh Columbia í Vancouver í Kanada, gerði rannsóknina ásamt samstarfsfólki við viðskiptafræðideild Harvardháskóla.

Í ljós kom, að fólk sem eignaðist skyndilega peninga og deildi þeim með vinum og fjölskyldu, eða gaf þá til góðgerðarmála, kvaðst mun hamingjusamara en þeir sem eyddu öllum peningunum sjálfir.

Frá þessu greinir kanadíska dagblaðið Globe and Mail, en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu Science í gær.

Rannsóknin fór m.a. fram með þeim hætti, að námsmönnum voru gefnir ýmist fimm eða 20 dollarar sem þeir máttu ráðstafa að vild, en ennfremur tóku þátt í rannsókninni starfsmenn fyrirtækis í Boston sem fengið höfðu kaupauka á bilinu 3.000 til 8.000 dollara. Í báðum tilviku kváðust þeir sem deildu peningunum með öðrum hafa aukið hamingju sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert