Leitarvél fyrir börn

Ný leitarvél fyrir börn
Ný leitarvél fyrir börn

Fyrirtæki sem heitir KidZui hefur hleypt af stað leitarvél á Internetinu sem er aldursmiðuð börnum á aldrinum 3-12 ára.  Tveir íslendingar starfa hjá félaginu, Viðar Vignisson og Ingólfur Reynald Haraldsson. 

Aldursmiðuð leitarvél

Viðari fannst lítið svigrúm fyrir börnin sín að skoða sig um á netinu án þess að fylgjast þyrfti mikið með þeim og hvaða síður þau voru að skoða. Þá ákvað hann að búa til nýja leitarvél á netinu. 19 mars sl. hleypti fyrirtæki hans af stað KidZui, nýrri leitarvél sem birtir aðeins vefsíður sem samþykktar hafa verið fyrir börn á aldrinum 3-12 ára. Síðurnar, myndirnar og myndbandsupptökurnar sem birtast eftir leit hafa verið samþykktar af um 200 foreldrum og kennurum víðsvegar um landið.  Leitarvélin er einnig aldursmiðuð á þann veg að fjögurra ára gamalt barn fær ekki sömu síður upp á skjáinn sinn sem talin er henta ellefu ára gömlu barni.

Þessi þjónusta er ekki ókeypis en venjulegt verð er um 7.800 krónur á ári eða 780 krónur á mánuði. Alls kyns kynningargjöld eru hins vegar í boði núna, þ.á.m. ókeypis 30 daga reynslutími.

Ekki fullkomin lausn

Helsti kosturinn við KidZui er að uppteknir foreldrar geta komið sér upp þessari leitarvél og verið áhyggjulaus um hvað börnin þeirra séu að skoða á netinu. Börn geta t.a.m. ekki hætt á leitarvélinni og farið yfir á almenna leitarvél. Leitarvélin kemur upp og þekur allan skjáinn um leið og tölvan er ræst. Börnin geta einnig ekki hætt í henni án þess að foreldið gefur upp leyniorð.

Nokkrir hnökrar hafa fundist á leitarvélinni en þeir gallar hafa verið lagfærðir fljótt. Ekki er hægt fullyrða að verulega snjallir krakkar finni ekki einhverja leið út úr leitarvélinni en lokað hefur verið fyrir algengustu útkomuleiðirnar.

Heimildir fengnar frá The Wall Street Journal fréttavefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert