Fornar leifar manna finnast á Spáni

Vísindamenn hafa fundið hluta úr kjálkabeini og tennur, sem eru taldar vera elstu leifar forfeðra manna sem fundist hafa í Evrópu.  Leifarnar fundust í Atapuerca nær borginni Burgos á norður-Spáni og eru taldar vera um tólf hundruð þúsund ára gamlar. 

Að sögn vísindamanna benda leifarnar sem fundust til þess að fólk hafi búið í álfunni mun fyrr en áður hefur verið talið.   Einnig fundust verkfæri gerð úr steinum og dýrabein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert