Heilunarstaðurinn Stonehenge

Stonehenge.
Stonehenge. mbl.is

Fornleifafræðingar við uppgröft í Stonehenge telja sig hafa fundið út að litið var á staðinn sem heilunarstað. Fólk taldi ákveðna steina búa yfir lækningarmætti. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Stonehenge er mannvirki frá nýsteinöld og bronsöld og er gert úr risasteinum. Það er staðsett við Amnesbury í Englandi. Talið hefur verið að það hafi verið byggt sem virkisgarður. Fornleifafræðingar halda að steinarnir séu frá um 2.500 f. Kr. til 2.000 f. Kr.

Fornleifafræðingar hafa verið við uppgröft á svæðinu í rúma viku en sjónvarpsstöðin BBC fjármagnaði tveggja vikna uppgröft og stendur til að frumsýna þátt um Stonehenge nú í haust.  Vísindamenn telja að Stonehenge hafi upprunalega verið heilunarstaður og þeir ætla að skýra nákvæmlega frá niðurstöðum sínum í þættinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert