Yfir milljón tölvuóværur í umferð

mbl.is/Jim Smart

Yfir milljón tölvuóværur eru í umferð. Vírusar, ormar og trójuhestar sem herja á tölvur hafa náð nýju hámarki. Þessu greindi hugbúnaðar- og hönnunarfyrirtækið Symantec frá en það hefur nú lokið við umfangsmikla rannsókn.

Meirihluti tölvuóværanna sem í umferð eru voru búnar til á síðustu 12 mánuðum. „Nærri 2/3 hlutar óværa sem fundust voru búnar til árið 2007,“ segir í skýrslunni frá Symantec.

Tölvuþrjótar senda frá sér hugbúnað inn á veraldarvefinn sem veldur skaða vísvitandi. Hugbúnaðir þessir blekkja gjarnan vírusvarnir sem leita að ákveðnum einkennum sem þekkt eru og þær hafa áður greint, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert