Tasmaníudjöfullinn að deyja út

Tasmaníudjöfullinn er krúttlegur en tannhvass.
Tasmaníudjöfullinn er krúttlegur en tannhvass. mbl.is

Ástralski tasmaníudjöfullinn er nú kominn í útrýmingarhættu sökum andlitskrabbameins sem hefur þurrkað út um 60% af stofninum. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.  

Þjáist dýr af þessu meini tekur það yfirleitt ekki nema fáeina mánuði fyrir það að deyja. Talið er að tasmaníudjöfullinn deyji út út á 10 til 20 árum. „Við erum staðráðin í að finna lausn á þessu og bjarga dýrinu frá því að deyja út,“ sagði David Llewellyn iðnaðarráðherra Tasmaníu.

Tasmaníudjöfullinn er pokadýr sem eingöngu lifir á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu. Hann lítur ekki út eins og flest pokadýr og minnir hann frekar á lítið bjarndýr. Hann er eini núlifandi fulltrúi meðalstórra ránpokadýra eftir að tasmaníutígurinn dó út á fyrri hluta síðustu aldar. Ef dýrið finnur fyrir streitu gefur það frá sér lykt ekki ólíkt þeirri sem skunkar gefa frá sér við svipaðar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert