Bakteríur stuðluðu að þóun spendýra

Fjallagórilla í Kongó.
Fjallagórilla í Kongó. Reuters

Tvær rannsóknir á samlífi baktería og spendýra sýna fram á að mikla aðlögun þessara tegunda lífvera hvor að annarri og þykja jafnvel benda til þess að bakteríur hafi átt stóran þátt í því að spendýr þróuðust með þeim hætti sem þau gerðu. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Rannsóknirnar sem um ræðir eru annars vegar byggðar á rannsóknum á erfðaefni  kúa og górilla og þeirra baktería sem lifa í líkömum þeirra. „Það er ljóst að við höfum þróast samhliða bakteríunum okkar,” segir Dr. Julie Segre, sem starfar við rannsóknarstofnunina National Human Genome Research Institute.

„Þær hafa ekki einungis þróast með okkur heldur eru einnig vísbendingar um að þær dýrategundir sem hafa getað nýtt sér bakteríur hafi þróast meira en önnur dýr.

Önnur rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós rúmlega 130 áður óþekktar bakteríutegundir sem lifa á húð manna og að samanlagt hafa bakteríur  í og á mannslíkamanum fleiri frumur en mannslíkaminn sjálfur  Rannsókn sem unnin var undir forystu Jeffrey Gordon við Washington háskóla leiddi hins vegar í ljós að ákveðnar bakteríutegundir finnast einungis í maga kjötæta og aðrar tegundir einungis í maga grænmetisæta.Í grein sem birtist um rannsóknina í tímaritinu Science, segir Gordon að hæfni spendýra til að laða og aðlaga nýjar bakteríur að meltingarfærum sínum, hafi sennilega ýtt undir þróun þeirra.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert