Frjókornaofnæmi: Nýtt og betra lyf í þróun

Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin.
Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin. mbl.is/Árni Torfason

Breskir vísindamenn hafa þróað og prófað nýtt lyf við frjókornaofnæmi, Pollinex, sem hefur gefið góða raun auk þess að vera einfalt í notkun. Eru vísindamennirnir bjartsýnir á að það komi á markað innan fárra ára.

Frjókornaofnæmi er algengt hérlendis og hrjáir einn af hverjum fimm unglingum, að sögn Björns Árdal, barna- og ofnæmislæknis. Engar tölur eru til um algengið meðal fullorðinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert