11. september veldur enn streitu

Reyk leggur frá turnum World Trade Center í New York ...
Reyk leggur frá turnum World Trade Center í New York skömmu eftir árásirnar 11. september 2001. AP

Einn af hverjum átta einstaklingum sem bjuggu í nágrenni við turna World Trade Center í New York þegar flugvélum var flogið á þá þann 11. september árið 2001, þjást enn af streitueinkennum samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var í dag.  Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Rannsóknin leiðir einnig í ljós að efnaminni einstaklingar og fólk með litla menntun þjáist fremur af streitueinkennum en fólk með meiri menntun og meiri fjárráð. Þá segjast fráskildir einstaklingar einnig fremur finna fyrir þeim en einstaklingar í hjónaböndum.

Rannsóknin fór fram á árunum 2003 og 2004 og náði til 11.000 íbúa á neðri hluta Manhattan og hafa aðstandendur hennar hvatt heilbrigðisyfirvöld á svæðinu til að veita þeim sem verst eru haldnir aukna fyrirgreiðslu varðandi geðheilbrigðisþjónustu.

Á meðal þeirra einkenna sem um er að ræða eru ofsahræðsluköst, viðvarandi ótti og vonleysi. Þá sýna þeir sem þjást af áfallastreitu oft óvenjumikil reiðiviðbrögð, auk þess sem þeir eiga við svefnerfiðleika, martraðir og einbeitingarvanda að stríða.

Greint er frá í grein í tímaritinu Journal of Traumatic Stress í dag. Þar kemur fram að 12,6% allra íbúa á neðanverðri Manhattan eyju fundu fyrir streitueinkennum á árunum. Fundu 15% kvenna fyrir einkennum streitu en 10% karla. Einn af hverjum fimm íbúum af afrískum uppruna og einn af hverjum fjórum íbúum af  rómönskum uppruna fundu fyrir slíkum einkennum en 10,7% hvítra íbúa. Á meðal íbúa með innan við 25.000 dollara árstekjur sögðust hátt í 20% finna fyrir einkennum. 

Á meðal þeirra einkenna sem um er að ræða eru ofsahræðsluköst, viðvarandi ótti og vonleysi. Þá sýna þeir sem þjást af áfallastreitu oft óvenjumikil reiðiviðbrögð, auk þess sem þeir eiga við svefnerfiðleika, martraðir og einbeitingarvanda að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Ukulele
...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...