Jafnréttið tilfinningalegt?

Kona og barn á götu í í Hong Kong.
Kona og barn á götu í í Hong Kong. AP
Danskar mæður sinna enn að mestu leyti því hlutverki að skipta um bleyjur á ungum börnum sínum. Ný rannsókn sýnir þó að bæði feður og mæður ungra barna í Danmörku líta svo á að þau deili með sér ábyrgðinni í foreldrahlutverkinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Að deila með sér ábyrgð sem foreldrar snýst ekki lengur um það að skipta jafnt á milli sín praktískum hlutum eins og það gerði á áttunda áratugnum. Það þýðir þó ekki að karlar taki ekki á sig aukna ábyrgð,” segir Eva Silberschmidt, félagssálfræðingur og aðjúnkt við kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Í  doktorsrannsókn sinni fylgdist hún með tíu foreldrum ungra barna í eitt og hálft ár. „Feðurnir taka meiri tilfinningalega ábyrgð og hjálpa til við að láta hlutina ganga  upp,” segir hún.

Þá segir hún það vera mikilvægan þátt í ábyrgð feðranna að veita mæðrunum stuðning bæði innan heimilisins og utan þess. „Fólk hefur mun meiri vilja til þess nú en áður að segja: „Við gerum þetta saman. Það má vel vera að móðirin skipti oftar um bleyjur en faðirinn tekur þó einnig þátt á mun virkari hátt en áður,” segir hún. „Áður var almennt talið móðirin væri í aðeins nánara sambandi við barnið en faðirinn. Það var hennar að vita hvað væri barninu fyrir bestu. Í dag hlusta foreldrarnir hvort á annað og bæði móðir og faðir gera ráð fyrir að hitt tengist barninu tilfinningalega,” segir Silberschmidt Viala.

Segir hún að svo virðist sem þessi breyting fari framhjá fólki þegar kannanir eru gerðar á stöðu kynjanna í Danmörku enda taki slíkar kannanir oftast fremur mið af praktískum hlutum en tilfinningalegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...